535 – 1000
Kjartansgata , 105 Reykjavík
83.500.000 Kr.
Hæð
4 herb.
151 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1942
Lyfta
Nei
Fasteignamat
57.350.000 Kr.
Brunabótamat
37.900.000 Kr.

STAKFELL 535-1000 kynnir: Virkilega falleg sérhæð við Kjartansgötu 2.

Um er að ræða 151,4 fm hæð með sérinngangi. Gengið er úr stofu út á pall sem vísar til suðurs, af palli er aðgengi að garði. 
Eignin, sem er mikið endurnýjuð, skiptist í stofu, eldhús, borðstofu, forstofuherbergi, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðherbergi, þvottahús innan hæðar og tvær geymslur í sameign. 
Möguleiki að hafa 4 svefnherbergi þar sem þvottahús, sem nú er á hæðinni, var áður herbergi. Í sameign er tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 

Mjög falleg, vel staðsett og sjarmerandi eign í Norðurmýrinni. 

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Íris Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 662 1166 eða johanna@stakfell.is

Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð, fatahengi. 
Forstofuherbergi er stórt, harðparket á gólfi. 
Stofa er stór og björt með fallegum frönskum glugga sem vísar til suðurs, ljóst harðparket. 
Eldhús með nýlegri hvítri innnréttingu, svört mött borðplata, innbyggð tæki og fallegur háfur með lýsingu. 
Borðstofa er í sama rými og eldhúsið, fallegir gluggar á tvo vegu. 
Hjónaherbergi er rúmgott, gott skápapláss. 
Barnaherbergi/skrifstofa með parketi. 
Baðherbergi sem er nýuppgert er flísalagt í hólf og gólf, stór sturta, hvít og speglainnrétting, gluggi er á baðherbergi. 
Þvottahús er við hlið baðherbergis. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. 

Í sameign eru tvær geymslur sem tilheyra íbúðinni. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.


Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Senda fyrirspurn um eignina