535 – 1000
Kjarrmóar , 210 Garðabær
64.900.000 Kr.
Raðhús
4 herb.
136 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1981
Lyfta
Nei
Fasteignamat
47.650.000 Kr.
Brunabótamat
42.900.000 Kr.

STAKFELL S. 535-1000 KYNNIR:  Gott 136,3fm fjögurra herbergja endaraðhús við Kjarrmóa 2 í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum. Nýlegt eldhús og baðherbergi. Tvö svefnherbergi, auðvelt að bæta við því þriðja á efri hæðinni. Hellulögð verönd. Góður 30,8fm bílskúr með hurðaropnara, hiti í plani. Frábær staðsetning þar sem er stutt í alla þjónustu.  
Nánari upplýsingar veitir Kristín Skjaldardóttir löggiltur fasteignasali  í síma 824-4031. 
 
Nánari lýsing: Neðri hæð skiptist í forstofu, þvottaaðstöðu, hjónaherbergi, barnaherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og baðherbergi. Efri hæð: Opið rými sem auðvelt er að stúka af og gera herbergi, ásamt geymslusúð.  
Forstofa: Lokuð, flísalögð, hiti í gólfi. Hol: Flísar á gólfi, fataskápur upp í loft.
Eldhús/stofa: Dökk nýleg innrétting, niðurtekið loft með innfelldri lýsingu. Flísar á gólfi, tengi fyrir uppþvottavél, flísar á milli skápa. Fallegur háfur, Hiti í gólfi. Stofan er með plastparketi á gólfi og útgengt er út á hellulagða verönd.
Hjónaherbergi: Plastparket á gólfi, skápur upp í loft. 
Barnaherbergi: Plastparket á gólfi, fataskápur upp í loft.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar, upphengt salerni. Sprautulökkuð innrétting. Hiti i gólfi. Niðurtekin loft með innfelldri lýsingu.
Undir stiga er búið að útbúa þvottaaðstöðu.
Efri hæð: Gengið er upp steyptan stiga og komið inn í opið rými sem hægt er að stúka af og útbúa herbergi. Undir súðinni eru góðar geymslur sem nýttar eru í dag sem fatahirslur.
Bílskúr: 30,8fm er á móti húsinu: Hurðaropnari, lakkað gólf, geymsluoft, heitt og kalt vatn.
Að sögn eiganda var húsið og bílskúrinn málað árið 2013, einnig var þak yfirfarið og málað 2013. Skolp var athugað og er í lagi. Skipt var um neysluvatnslagnir á baði fyrir tveimur árum síðan þegar það var tekið í gegn.

UPPLÝSINGAR HJÁ KRISTÍNU SKJALDARDÓTTUR löggiltum fasteignasala Í SÍMA 8244031. eða kristin@stakfell.is

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Stakfell fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.- með vsk. 
 
 

Senda fyrirspurn um eignina