535 – 1000
Uppsalavegur , 640 Húsavík
45.000.000 Kr.
Fjölbýli
6 herb.
188 m2
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1962
Lyfta
Nei
Fasteignamat
37.100.000 Kr.
Brunabótamat
50.450.000 Kr.

STAKFELL S. 535-1000 KYNNIR: Fallegt og mikið endurnýjað 188,2fm 5-6 herbergja einbýlishús  á pöllum á góðum stað við Uppsalaveg 8 á Húsavík.  Rúmgott eldhús. Fjögur svefnherbergi. Tvö baðherbergi. Stutt í alla helstu þjónustu og skóla. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma 824 4031.
Forstofa: Flísar á gólfi. Fatahengi.  Efri hæð: Úr forstofu er gengið upp stiga þar sem við tekur rúmgott eldhús með sprautulakkaðri innréttingu. Nýleg eldavél og tengi fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur. Flísar á gólfi. Opið að hluta inn í rúmgóða parketlagða stofu. Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskáp, parket á gólfi og útgengi út á verönd þaðan sem gengið er niður í garðinn. Barnaherbergi 1: rúmgott með innbyggðum fataskáp og parket á gólfi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Viðarinnrétting. Upphengt salerni og handklæðaofn. Rafmagnsgólfhiti er á baði.
Neðri hæð: Úr forstofu er komið niður í flísalagt hol, rafmagnshiti í gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, steypt sturta. Lítil geymsla er undir stiga. Annar inngangur er í húsið á neðri hæðinni sem er flísalagður. Rými sem upphaflega var þvottahús og búr (væri hægt að nýta sem 5 svefnherbergið) búið er að rífa út úr rýminu en á eftir að ganga frá. Úr holi er innangengt í þvottahús og þaðan inn í bílskúr. Flotað gólf á þvottahúsi og bílskúr. Góðir gluggar á bílskúrnum og væri auðvelt að útbúa svefnherbergi þar einnig.


Húsið hefur nýlega verið endurnýjað meðal annars:
Ofnalagnir í húsinu voru endurnýjaðar að miklu leyti.
Rafmagnið var endurnýjað. Tafla endurnýjuð og dregið í nýtt í öllu húsinu.
Frárennsli var endurnýjað að hluta þ.e, innan hússins. 
Gluggar og gler var endurnýjað, skipt um um allt tréverk sem ekki var í lagi og glugga í heild sinni þar sem talið var að þyrfti árið 2017.
Nýjar útidyrahurðir 2017.
Húsið var drenað árið 2000 á norður og austurhlið.
Nýleg bílskúrshurð og hús málað að utan 2017.
Nýjar innihurðir frá Birgisson árið 2017.

Nánari upplýsingar veita:
Kristín Skjaldardóttir löggiltur fasteignasali í síma 8244031 eða kristin@stakfell.is
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Stakfell fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 55.800.- með vsk. 

 

Senda fyrirspurn um eignina