535 – 1000
Rekagrandi , 107 Reykjavík
34.900.000 Kr.
Fjölbýli
2 herb.
52 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1983
Lyfta
Nei
Fasteignamat
31.000.000 Kr.
Brunabótamat
19.970.000 Kr.
Opið hús: 18. febrúar 2019 kl. 17:30 til 18:00.

Opið hús: Rekagrandi 6, 107 Reykjavík, Íbúð merkt: 03 03 03. Eignin verður sýnd mánudaginn 18. febrúar 2019 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.


STAKFELL fasteignasala kynnir í einkasölu: Mikið endurnýjuð 52,1 fermetra tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð, á þessum vinsæla stað í Vesturbænum. Nýlegt eldhús, ný gólfefni, tengi fyrir þvottavél á baði. Stæði í bílageymslu fylgir ásamt geymslu í kjallara, sem ekki eru inní fermetratölu íbúðar. Skemmtilegt umhverfi, frábær staðsetning.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@stakfell.is

Nánari lýsing: 
Gengið er inní hol eða gang íbúðarinnar þar sem er fataskápur.  Til vinstri frá gangi er baðherbergið, svefnherbergi beint framundan og stofa og eldhús til hægri.
Stofan er björt með stórum gluggum og rúmgóðum svölum til suðurs. Svalirnar og gluggar snúa inní mjög skemmtilegann garð á milli húsanna sem er lokaður fyrir bílaumferð. Opið eldhús er í enda stofunnar, með nýrri innréttingu. Innréttingin er með viðaráferð og lítur vel út, með flísum á milli skápa. Ísskápur og uppþvottavél fylgir með í kaupum.
Svefnherbergið er bjart með stórum suðurglugga og stórum fataskáp.
Baðherbergið er rúmgott með flísum á gólfi, baðkari, slápum og plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Nýtt parket var sett á íbúðina í ágúst 2016.
Húsið var viðgert að utan og málað á árunum 2014 og 2015, ásamt því að gert var við svalir fyrir ofan svefnherbergi.
Sameign hússins er snyrtileg og vel um gengin. Í kjallara er mjög snyrtilegt sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi ásamt sér geymslu. Merkt stæði í sameiginlegu bílastæðahúsi fylgir íbúðinni.

Sérlega skemmtileg íbúð á þessum vinsæla stað, stutt í leikskóla, Grandaskóla og íþróttasvæði KR. Grandinn í göngufæri með fjölda veitingastaða og stutt í útivist á Nesinu. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
6. Annar kostnaður við skjalagerð,  t.d. skilyrt veðleyfi, kr: 15.000.- auk vsk hvert skjal.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Senda fyrirspurn um eignina