535 – 1000
Grundarstígur , 101 Reykjavík
93.900.000 Kr.
Einbýli
5 herb.
170 m2
Stofur
3
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1898
Lyfta
Nei
Fasteignamat
81.750.000 Kr.
Brunabótamat
46.150.000 Kr.
Opið hús: 25. maí 2019 kl. 14:00 til 15:00.

Opið hús á Grundarstíg 9, 101 Reykjavík laugardaginn 25. maí 2019 milli kl. 14:00 og kl. 15:00.
Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali verður á staðnum og sýnir


STAKFELL S. 535-1000 KYNNIR Í EINKASÖLU: Fallegt, tæplega 185 fm. einbýlishús með glæsilegu og klassísku yfirbragði, þar af eru 170,5 fm. skráðir. Húsið er á þremur hæðum, á besta stað í miðbæ Reykjavíkur og skiptist í tvær íbúðir í dag.
Efri íbúð er á tveimur hæðum og er með mjög rúmgóðri hjónasvítu í risi, tveimur baðherbergjum þar af öðru með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, tveimur stórum stofum og fallegu, nýlegu eldhúsi með graníti. Auðvelt er að fjölga herbergjum í risi.
Neðri íbúð er einnig mjög rúmgóð og skiptist í svefnherbergi, opið alrými með stofu og eldhúsi og baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara og hita í gólfi.
Húsið er friðað sökum aldurs, en fyrir liggur deiliskipulag þar sem heimilt er að byggja um 90 fm. við húsið til austurs. Garður er mjög gróinn og fallegur og er þar nýleg geymsla með ofnum og heitu og köldu vatni sem núverandi eigandi byggði.


Nánari lýsing: Húsið liggur við fallega götu í miðbæ Reykjavíkur, þar sem stutt er í alla þjónustu. 
Gengið er inn í anddyri á aðal hæð hússins með aðstöðu fyrir útifatnað og aðgengi að gestasalerni. Frá anddyri er gengið inn í bjarta stofu sem leiðir mann inn í opna borðstofu og fallegt eldhús með svartri innréttingu og graníti á borðum. Nýlegir, innbyggðir Siemens örbylgjuofn og bakarofn og Bose helluborð eru í eldhúsi sem og innbyggð uppþvottavél.  Ekki er búið að setja háf, en allar raflagnir fyrir hann eru tilbúnar.
Gengið er upp á aðra hæð frá borðstofu og er þar björt og rúmgóð hjónasvíta, stórt baðherbergi og sjónvarpsstofa sem auðvelt væri að loka af og gera fleiri herbergi. Efri hæð er undir súð að hluta til.
 
Í stigagangi og allri efstu hæð eru rafdrifnar gardínur sem hægt er að fjarstýra, bæði úr síma og með fjarstýringu. Öll ljós á miðhæð og efstu hæð eru Philips Hue ljós sem hægt er að stýra úr síma eða með fjarstýringum.  
Í kjallara er falleg íbúð sem búið er að taka í gegn á einstakan hátt. Komið er inn í  opið rými  með stórri stofu og eldhúsi. Í eldhúsinu er innbyggð uppþvottavél og örbylgja sem einnig er bakaraofn. Rúmgott svefnherbergi er í íbúð og baðherbergi  með óskráðum fm. sem var grafið út og stækkað, og settur gólfhiti.

Húsið er með gegnheilu plankagólfi fyrir utan eldhús, gestasalerni og kjallaraíbúð, en þar eru flísar og harðparket. Tvöfalt gler er í öllu húsinu og var skipt um gluggalista á miðhæð fyrir þremur árum.
Meðal þess sem hefur verið gert fyrir húsið á síðustu tveimur árum er, að dregið hefur verið nýtt rafmagn í allt, upprunalegt plankagólf pússað upp og lakkað, eldhúsi skipt út og íbúð í kjallara lokuð af og tekin í gegn. Nýjir ofnar eru í öllu húsi og kamína í borðstofu.
 
Að sögn eigenda voru allar vatnslagnir endurnýjaðar fyrir 17 árum, og hafa svo verið endurnýjaðar aftur að hluta á sl. tveimur árum í þeim framkvæmdum sem eigendur hafa farið í.
Frárennsli var myndað af pípulagningarmeistara fyrir um 18 mánuðum síðan og að hans sögn var frárennsli í góðu lagi og að það hafi verið endurnýjar að hluta fyrir einhverjum árum síðan.
Húsið er einstök eign og er glæsilegt í alla staði.


Nánari upplýsingar gefur Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is
 
Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina