535 – 1000
Hörgslundur , 210 Garðabær
114.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
241 m2
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Lyfta
Nei
Fasteignamat
89.100.000 Kr.
Brunabótamat
76.500.000 Kr.

STAKFELL S. 535-1000 kynnir í einkasölu: Stórglæsilegt 241,0 fm. einbýlishús á einni hæð í klassískum stíl, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið stendur í gróinni götu í Garðabæ og skiptist í anddyri, stórt hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnálmu með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Bílskúr er 39,0 fm. og er í dag notaður að hluta til sem þvottahús.  Eignin er laus til afhendingar eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar gefur Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is

Nánari lýsing: Húsið er við fallega, gróna götu í Lundarhverfinu í Garðabæ. Komið er inn í anddyri og er þaðan gengið inn í bjart flísalagt hol með gólfhita og mjög góðri lofthæð. Holið tengir pareketlagða svefnálmu við önnur rými hússins og inn af því er gestasalerni. Úr holinu er gengið inn í eldhús, sem er upprunalegt en húsið er mikið endurnýjað að öðru leyti. Úr holinu er einnig gengið inn í opna og bjarta stofu og borðstofu með gluggum sem ná niður í gólf. Úr stofunni er gengið út í lokaða sólstofu. Í svefnálmu er stórt baðherbergi með Vola blöndunartækjum og fjögur rúmgóð svefnherbergi. Fataherbergi er inn af hjónaherbergi. Bílskúr er í dag notaður að hluta til sem þvottahús og er innangengt í hann úr anddyri hússins. Að sögn eiganda voru allar lagnir, frárennsli, rafmagn og rafmagnstafla hússins endurnýjuð árið 2012. Húsið var múrviðgert og málað árið 2017. Stílhreint hús með glæsilegu yfirbragði.

Um er að ræða einstaklega fallega eign á frábærum stað. Húsið er staðsett í botnlanga og umhverfið því afar barnvænt og rólegt.
Húsið stendur á fallegri 972 fm. gróinni lóð. Stutt er í skóla, leikskóla og alla þjónustu.


Nánari upplýsingar gefur Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is
 
Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
 

Senda fyrirspurn um eignina