535 – 1000
Hvassaleiti , 103 Reykjavík
40.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
112 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1961
Lyfta
Nei
Fasteignamat
37.300.000 Kr.
Brunabótamat
30.000.000 Kr.

STAKFELL fasteignasala sími 535-1000 kynnir: Frábærlega staðsett þriggja herbergja 112,6 fermetra íbúð með bílskúr á fjórðu hæð í mikið endurnýjuðu fjölbýli. Íbúðin er merkt 0402 og bílskúr 0108. Björt stofa með svölum, stórt hjónaherbergi með upprunalegum skápum, stórt barnaherbergi, aukaherbergi sem nýtist sem vinnuaðstaða, stórt og rúmgott eldhús með stórri upphaflegri innréttingu og tengi fyrir þvottavél, baðherbergi með innréttingu og baðkari. Íbúðin sjálf er 86,1 fermeter, í kjallara er 6,2 fermetra geymsla og bílskúr í sérstæðri lengju er 20,3 fermetrar.  Á jarðhæð er íbúð í eigu húsfélagsins, en leigan rennur til viðhalds hússins.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@stakfell.is

Nánari lýsing: 
Sameign hússins er nýlega endurnýjuð, flísar á gólfum í anddyri og teppi á stigum og göngum. Stigagangur er bjartur og rúmgóður með nýjum gluggum. Nýlegar eldvarnarhurðir eru fyrir íbúðunum.
Komið er inn í parketlagt hol, þar sem hjónaherbergi er til vinstri. Hjónaherbergið er með glugga til vesturs og upprunalegum fataskáp. Parket á gólfi. Við hlið hjónaherbergis er stórt eldhús með flísum á gólfi og innréttingu sem er að mestu upprunaleg og býður uppá mikla möguleika. Tengi er fyrir þvottavél í eldhúsi. Stofan er stór með stórum glugga til vesturs og svölum. Vel mætti sjá fyrir sér að opna að einhverju leiti milli stofu og eldhúss og fá þannig stórt og bjart alrými sem myndi nýtast enn betur. Til hægri frá holi er baðherbergi, flísalagt með baðkari og innréttingu. Við hlið þess nær holið samkvæmt teikningu að útvegg þar sem er gluggi, en þar hefur verið stúkað af herbergi sem nýtist sem vinnuherbergi. Þar við hlið er gengið í rúmgott og bjart herbergi með tveimur gluggum og parketi á gólfi.

Sameign hússins hefur verið mikið endurnýjuð að sögn eiganda:
-          Þak endurnýjað 2017
-          Gluggar á austurhlið og norðurgafli endurnýjaðir 2017
-          Dren endurnýjað 2017
-          Stéttar og tröppur endunýjaðar með hita 2017
-          Stigagangur endurnýjaður fyrir 3-4 árum
-          Nýlegur þakpappi er á bílskúrsþökum
-          Skipt var um allar klóaklagnir undir húsinu 2008 til 2010
-          Plan var malbikað fyrir 10 árum
-          Fyrirhugað er að skipta um glugga á vesturhlið og suðurgafli á næstu 1-2 árum, en gert er ráð fyrir að til verði í hússjóð fyrir þessum framkvæmdum.

Sérlega skemmtilega skipulögð íbúð á þessum vinsæla stað. Eign sem býður uppá mikla möguleika. Stutt í skóla, íþróttavæði og Kringluna.

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
6. Annar kostnaður við skjalagerð,  t.d. skilyrt veðleyfi, kr: 15.000.- auk vsk hvert skjal.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is
 

Senda fyrirspurn um eignina