535 – 1000
Helluvað , 110 Reykjavík
44.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
81 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2007
Lyfta
Nei
Fasteignamat
36.850.000 Kr.
Brunabótamat
31.630.000 Kr.

Stakfell fasteignasala s. 5351000 og Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali kynna eignina Helluvað 21, 110 Reykjavík. Eignin er merkt 05-05, fastanúmer 228-2962 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Um er að ræða 3ja herbergja útsýnisíbúð á 5. hæð með þaksvölum og glæsilegu útsýni.

Eignin Helluvað 21 er skráð á sem hér segir hjá FMR: Eign 228-2962, birt stærð 81.4 fm. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu merkt. B60.

Nánari lýsing: komið er inn í anddyri með góðu skápaplássi. Á hægri hönd eru tvö parketlögð herbergi með góðu skápaplássi. Stofan er með stórum gluggum sem gerir hana einstaklega bjarta og skemmtilega, út frá stofu er gengið er út á þaksvalir með glæsilegu útsýni í átt að Elliðavatni. Stórt og rúmgott eldhús með fallegri innréttingu með góðu skápaplássi, góðum tækjum og háf. Baðherbergi er flísalagt, með góðri innréttingu, upphengdu klósetti, baðkar og tengi fyrir þvottavél. Eigninni fylgir sér geymsla sem staðsett er í sameign hússins.

Um er að ræða endaíbúð á efstu hæð með einstöku útsýni og gluggum á þrjá vegu. 

Eignin er afar vel staðsett en stutt er bæði í leik- og grunnskóla auk þess að vera í nálægð við helstu útivistarperlur Reykjavíkur eins og Elliðavatn, Rauðavatn og Heiðmörk.


Nánari upplýsingar veitir Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali , í síma 6920149, tölvupóstur erla@stakfell.is.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.


Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda sbr 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Senda fyrirspurn um eignina