535 – 1000
Sléttuvegur , 103 Reykjavík
0 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
84 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1991
Lyfta
Fasteignamat
42.400.000 Kr.
Brunabótamat
32.100.000 Kr.

STAKFELL fasteignasala kynnir í einkasölu, fyrir félaga í Samtökum Aldraðra: Björt og snotur þriggja herbergja 84,8 fermetra íbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi. Björt stofa með miklu útsýni, stórt svefnherbergi með góðum skápum, rúmgott aukaherbergi, eldhúskrókur með ágætri innréttingu, baðherbergi með sturtuklefa, sérlega vel heppnaðar yfir. Á hæðinni er sér geymsla 5,5 fermetrar. Vönduð sameiginleg aðstaða er í húsinu, veislusalur, líkamsræktaraðstaða, sauna, heitur pottur, og innangengt í aðstöðu aldraðra. Húsvörður er í húsinu en Sléttuvegur 11 og 13 er 5 hæða hús með 52 íbúðum. 

Kvaðir Samtaka Aldraðra gilda um íbúðina og verður hún þess vegna seld til félaga í samtökunum, samkvæmt reglum samtakanna. Kaupandi þarf að vera orðinn 50 ára eða eldri og þarf að ganga í Samtök aldraðra til að geta gert tilboð í eignina.

Allar upplýsingar veitir Ólafur H. Guðgeirsson, MBA, lgfs., í síma 663-2508 eða olafur@stakfell.is

Nánari lýsing: 
Sameign hússins er mjög vel um gengin, flísar á gólfum í anddyri og teppi á stigum og göngum. Lyfta er rúmgóð. Gangar eru bjartir með miklum gluggum. 

Úr sameign er gengið inní gang íbúðarinnar þar sem er fataskápur til vinstri og baðherbergi til hægri. Gangur er opinn til stofu sem er björt og rúmgóð með suðurgluggum og miklu útsýni. Úr stofu er gengið út á rúmgóðar svalir sem vandaðri svalalokun úr gleri þannið að birtan nýtur sín afar vel. Stórir opnanlegir gluggar eru á svölunum. Eldhús er lokað með hvítri innréttingu og ágætu borðplássi, kermaik helluborði, ofni og viftu frá Scholtes. Baðherbergi er með flísum á veggjum og öryggisdúk á gólfi, smekklegri hvítri innréttingu og sturtuklefa úr áli og hertu gleri. Tengi fyrir þvottavél á baði. Svefnherbergi er mjög rúmgott og bjart með stórum fataskápum. Aukaherbergið er stórt og bjart, með glugga til suðurs og góðu útsýni eins og stofan.

Parket er á stofu og herbergjum, vinyilflísar á eldhúsi og öryggisdúkur á baði. Innihurðir og skápar eru spónlagðir með beyki.
  
Utan íbúðarinnar er 5,5 fermetra sér geymsla. Sameign er öll mjög vel um gengin.Sameiginlegt þvottahús með þvottavél og þurrkara er á 1. hæð. Heitur pottur og leikfimisaðstaða eru á 1. hæð.

Sérlega skemmtileg og sólrík íbúð á þessum vinsæla stað. Mikil þjónusta í húsinu og í nágrenni þess en á jarðhæð hússins er þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar þar sem rekið er fjölbreytt félagsstarf auk þess sem mögulegt er að fá keyptan heitan mat. 

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
6. Annar kostnaður við skjalagerð,  t.d. skilyrt veðleyfi, kr: 15.000.- auk vsk hvert skjal.
7. Kaupandi greiðir 1% álag ofan á kaupverð eignarinnar í þjónustugjald til Samtaka aldraðra. Gjaldið greiðist við kaupsamning og sér Stakfell fasteignasala um innheimtu gjaldsins og skil til samtakanna.
8. Kaupandi þarf að vera félagi í Samtök aldraðra og greiða félagsgjald til samtakanna til að geta keypt íbúðina.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna.

Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is

Senda fyrirspurn um eignina