535 – 1000
Nönnubrunnur , 113 Reykjavík
66.900.000 Kr.
Raðhús
5 herb.
212 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Lyfta
Nei
Fasteignamat
8.070.000 Kr.
Brunabótamat
0 Kr.

STAKFELL FASTEIGNASALA S. 530 1000 KYNNIR: VEL SKIPULAGT OG FJÖLSKYLDUVÆNT RAÐHÚS Í ÚLFARSÁRDAL ÞAR SEM STUTT ER Í HINAR ÝMSU NÁTTÚRUPARADÍSIR. ÁÆTLUÐ AFHENDING ER Í FEB. 2020. 

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR ERLA DRÖFN MAGNÚSDÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR OG LÖGGILTUR FASTEIGNASALI S. 6920149, TÖLVUPÓSTUR ERLA@STAKFELL.ISNönnubrunnur 6 er einstaklega vel skipulagt 5 herbergja miðjuraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Gluggar snúa í S- austur og N- vesturátt.
Fastanr.: 230-6878. Birt stærð 212.5 fm, þar af er bílskúr 24,4 fm.

Húsinu verður skilað fullbúnu að utan með tilbúinni lóð og tilbúið til innréttinga að innan með frágengnum raflögnum, ofnar komnir skv. teikningum og milliveggir komnir. Allir veggir sparslaðir og málaðir.

1. hæð: anddyri, geymsluherbergi með glugga (hægt að nýta sem aukaherbergi), baðherbergi, eldhús, stofa og bílskúr.
Steyptur stigi er á milli  hæða, án handriðis.

2. hæð: þvottahús, 2 baðherbergi, 4 svefnherbergi og er hjónaherbergi með innangengt í fataherbergi og baðherbergi, svalir sem snúa í s- austurátt.

Frágangur: húsið er forsteypt. Útveggir eru einangraðir að utan með ull og klæddir með Alucobond álklæðningu. Léttir milliveggir eru hlaðnir. Veggir og loft eru spörtluð, grunnaðir og máluð með tveimur umferðum af plastmálningu. Húsið afhendist án allra innréttinga, innihurða og gólfefna. Baðherbergi verða óinnréttuð, án allra tækja og óflísalögð. Ekki verður búið að setja upp innbyggða klósettkassa.

Ofnakerfi: ofnakerfi er í húsinu og er því skilað skv. teikningum og allir heita- og kaldavatnsstútar eru tilbúnir til tenginga. Frárennslislagnir eru tilbúnar til tenginga.

Rafmagn: Rafmagn er frágengið skv. teikningu. Litur tengla og rofa er hvítur og eru þeir af viðurkenndri gerð. Ljós fylgja ekki.

Frágangur utanhúss: Útveggir eru forsteyptar einingar skv. útlits teikningu, þak er einangrað með plasteinangrun og klætt með pvc þakdúk skv. teikningum arkitekts. Svalir eru steyptar og skilast með handriði. Sorpgeymsla er steypt eða úr timbri framanvert við húsið. Gluggar og útihurðir eru álklæddir timburgluggar gráir úti og hvítir að innan frá Gluggasmiðjunni. Allt gler í húsinu er tvöfalt Kgler.

Lóðin verður frágengin, hellulagt bílaplan, búið verður að leggja hitarör í planið en ekki tengt. Hellulagt verður fyrir aftan húsið sem nemur stærð svala. Að öðru leyti verður lóðin tyrfð.

Áætluð afhending er í febrúar 2020.Nánari upplýsingar veitir Erla Dröfn Magnúsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6920149, tölvupóstur erla@stakfell.is.

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum. Þinglýsingargjald er 2.500,- fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina