535 – 1000
Stekkholt , 800 Selfoss
0 Kr.
Einbýli
5 herb.
170 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1969
Lyfta
Nei
Fasteignamat
39.450.000 Kr.
Brunabótamat
53.150.000 Kr.

BÓKIÐ SKOÐUN Í DAG

STAKFELL S: 535-1000 KYNNIR TIL SÖLU: Fallegt og vel skipulagt, þriggja til fimm herbergja, 170,6 fm. einbýlishús við Stekkholt 7, Selfossi. Húsið skiptist í anddyri, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi sem voru upphaflega 4 og möguleiki er á að loka aftur á milli, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús og geymslu. Bílskúr með heitu og köldu vatni, rafmagni og rafmagnshurð. Húsið stendur á rúmleg 660 fm. lóð í rólegri götu þar sem einstök veðursæld er allt árið um kring.

Nánari upplýsingar gefa Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is


Nánari lýsing: Einbýlishús  við Stekkholt 7, Selfossi. Húsið er skráð 138,0 fm. og bílskúr 32,6 fm. Samtals 170,6 fm. Húsið stendur á rúmlega 660 fm., gróinni lóð.
Eignin skiptist í anddyri, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi sem voru 4, baðherbergi, gestasalerni, geymslu og þvottahús. Komið er inn í anddyri og er þaðan gengið til vinstri inn á gestsalerni og þvottahús með geymslu inn af. Til hægri er gengið inn í íbúðarými með holi sem tengir svefnherbergisgang, stofu og eldhús.
Eldhús er opið og með hvítri viðarinnréttingu og ljósri borðplötu. Upphaflega voru fjögur svefnherbergi sem er búið að sameina í tvö. Lítið mál er að loka aftur á milli og fjölga herbergjum. Baðherbergi með sturtu, hvítri viðarinnréttingu og ljósum flísum í hólf og gólf. Gestasalerni er með salerni og handlaug. Þvottahús er einstaklega rúmgott og með geymslu inn af og hurð út í garð. Þar er pallur og geymsluskúr fyrir útidót. Pallur er einnig sunnan megin við húsið og er heitur pottur þar. 
Nýjar flísar með timburáferð eru í anddyri og gestasalerni, ljósar flísar eru á þvottahúsi og geymslu, holi, svefnherbergisgang, eldhúsi og baðherbergi. Búið er að setja nýtt parket á svefnherbergi og er til samskonar parket á stofu. Samkomulag er hvort seljendur láti parketleggja eða hvort kaupendur fái afhent með gamla parketinu og nýja fylgi með, hentugt til dæmis ef kaupendur ætla sér í breytingar.
Bílskúr er einangraður að hluta til og er heitt og kalt vatn þar ásamt rafmagni. Gálgi er í skúr með nýrri talíu.
Allir ofnar í húsi eru nýir og var skipt um allar vatnslagnir þegar þeir voru settir upp. Aðrar lagnir voru myndaðar fyrir 2-3 árum. Þak var málað 2018.
Húsið stendur við rólega götu sem er einstaklega skjólgóð og er veðursæld þar nánast allt árið um kring.

Nánari upplýsingar gefa Matthildur Sunna Þorláksdóttir lögfræðingur og lögg. fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.is

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina