535 – 1000
Stóragerði , 108 Reykjavík
48.500.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
115 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1961
Lyfta
Nei
Fasteignamat
43.850.000 Kr.
Brunabótamat
33.270.000 Kr.

Stakfell fasteignasala kynnir í einkasölu 4ra herbergja endaíbúð á 1.hæð með bílskúr við  Stóragerði 26, 108 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-06, fastanúmer 203-3774 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Eignin Stóragerði 26 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 203-3774, birt stærð 115.1 fm. ( Íbúð 96.3 fm og bílskúr 18.8 fm).
Falleg og björt 4ra herbergja endaíbúð með tvennum svölum á 1.hæð í fjölbýlishúsi sem er í mjög góðu ástandi. Bílskúr fylgir. Íbúðin skiptist í hol, stofu, baðherbergi, eldhús og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús.
Baðherbergið er flísalagt og með innréttingu og sturtuklefa. Svefnherbergin eru þrjú og með endurnýjuðum skápum í tveimur herbergja, parket á gólfi. Stofan er parketlögð og með góðum svölum út af til suðurs, búið að endurnýja gler og svalahurð í stofunni, tvöföld svalahurð. Litlar vestursvalir eru líka út af einu herbergi og búið að endurnýja svalahurð þar. Eldhús er með upphaflegri innréttingu sem er í góðu ástandi en búið að skipta um vask og helluborð, borðkrókur.
Bílskúr er með hita/rafmagni. Opið er á milli tveggja skúra. Settur var nýr þakdúkur á bílskúrslengju og áfellur á kanta.

Húsið var allt sprunguviðgert og málað sumarið 2019.

Nánari upplýsingar veitir og bókið skoðun hjá: Stefán Hrafn Stefánsson , í síma 8952049, tölvupóstur stefan@stakfell.is.

Senda fyrirspurn um eignina