535 – 1000
Geirsgata , 101 Reykjavík
0 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
81 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2018
Lyfta
Fasteignamat
54.350.000 Kr.
Brunabótamat
43.750.000 Kr.

Stakfell fasteignasala kynnir til sölu 81,8 fm. tveggja herbergja íbúð á annari hæð við Geirsgötu 2 við Hafnartorg nánar tiltekið eign merkt 02-02

Skipulag 0202: Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, eldhúsi, þvottaherbergi, hjónaherbergi. Baðherbergi eru tvö, þar af annað inn af hjónaherbergi. Frá stofu er gengið út á svalir. Geymsla er staðsett í sameign hússins. Í sameign er einnig sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Íbúðin er fullbúin með gólfefnum á aðalrýmum en votrými eru flísalögð. Sameignir og lóð er fullfrágengin.
Geirsgata 2 (G1) er hluti af Hafnartorgi sem samanstendur af 70 íbúðum í háum gæðaflokki. Byggingarnar tengjast með sameiginlegum bílakjallara, sem tengist einnig við bílakjallara Hörpunnar og verður með þeirri tengingu stærsti bílakjallari landsins. Hönnun bygginganna er fáguð og tímalaus með áherslur á efni og efnisáferðir, vandaðan frágang, vandaðar innréttingar, búnað og tæki.

Almenn lýsing: Að innan er íbúðin máluð með gráu litaþema. Veggir, loft, hurðir og innréttingar eru samlitar. Útihurðir eru raflæstar og tengdar heildstæðu aðgangsstýrikerfi. Dyrasími með myndavél frá Bticino og þráðlausu e-net ljósastýrikerfi frá GIRA. Allar íbúðir eru með loftræstikerfi þar sem upphituðu fersklofti er dælt inn í íbúðir og í votrýmum er vélrænt útsog.
Anddyri: Fataskápar eru í anddyri sem eru spónlagðir að innan með lýsingu og hurðum. Ytra byrði er sprautu lakkað í litaþema íbúðarinnar. Innvols er frá Innval með fylgihluti af vandaðri gerð.
Eldhús/borðstofa/stofa:
Innréttingar: Vandaðar innréttingar frá Noblessa í Þýskalandi og GKS með ljúflokunum á skápum og skúffum.
Borðplata: Hvít Meganite borðplata og innbyggður vaskur úr sama efni.
Blöndunartæki frá Vola, hönnuð af Arne Jacobsen.
Eldhústæki: Blástursofn, helluborð og ísskápur frá Siemens (dökkt stainless steel) með Home Connect tengingu sem hægt er að stjórna úr snjallsíma eða spjaldtölvu. Gufugleypir er frá Elica, tegund Easy.
Svefnherbergi: Fataskápar í svefnherbergjum eru spónlagðir að innan og með hurðum og ytra byrði sem eru sprautu lakkaðar í litaþema íbúðarinnar. Innvols er frá Innval með fylgihluti af vandaðri gerð.
Baðherbergi: Votrými eru flísalögð með ítölskum gæðaflísum með marmaramynstri frá Iris. Innrétting er í litaþema íbúðar, háglans grá frá Noblessa með Meganite borðplötu og innbyggðum vaski úr sama efni. Speglalýsing á baðherbergjum er Mini Glo Ball frá Flos. Hreinlætistæki eru frá Vola. Salerni upphengd með innbyggðum vatnskassa.
Þvottaherbergi: Flísalögð með sömu flísum og í baðherbergi. Innrétting er frá Noblessa í sama litaþema. Rakaheldir ljósakúpplar eru í þvottaherbergi.
Geymslur: Gólf í séreignageymslum verða flotuð og lökkuð með kerfislofti. Léttir veggir verða úr gipsplötuveggjum, málaðir í ljósum lit.
Bílastæði: Íbúum Hafnartorgs stendur til boða að leigja bílastæðakort skv. verðskrá bílageymslu Hafnatorgs, sjá nánar á vefslóð: www.hafnartorg.is/bilageymsla/.
Fasteignamat næsta árs:57.350.000


Nánar um Hafnartorg:
Arkitektar verkefnisins eru PKdM arkitektar. Stofan sem var stofnuð af Pálmari Kristmundssyni arkitekt hefur unnið til fjölda verðlauna hér heima og erlendis fyrir framúrskarandi hönnun. Allt efnisval bygginganna að innan sem utan er í hæsta gæðaflokki sem og allur lóðarfrágangur.

Nánari upplýsingar veita Halldór Kristján Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, s:6189999,  tölvupóstur [email protected] og Jón Guðni Sandholt Löggiltur fasteignasali s:7772288 [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina