535 – 1000
Kársnesbraut , 200 Kópavogur
140.000.000 Kr.
Hæð
4 herb.
351 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Lyfta
Nei
Fasteignamat
106.700.000 Kr.
Brunabótamat
88.350.000 Kr.

Stakfell fasteignasala og Jón G. Sandholt kynnir í einkasölu vel staðsett 175,8m2 íbúðarhúsnæði á einni hæð og 175,8m2 vinnustofu á sömu hæð við Kársnesbraut 102, Kópavogi. Íbúðin er glæsileg með mikilli lofthæð og fallegu útsýni til norðurs á efri hæð, götuhæð við Kársnesbraut. Eignirnar eru stutt frá fyrirhugaðri brú yfir Skerjafjörðinn. Um er að ræða tvö fastanúmer, íbúð er 175,8fm og vinnustofa sem er 175,8fm. 

Fyrir nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 eða [email protected]

Iðnaðar- og lagerhúsnæði:
Við hlið íbúðarrýmis er vinnustofa með sameiginlegum inngangi. Vinnustofan er jafnstór og íbúðin að grunnfleti og með sömu lofthæð. Við suðurhlið eru stórar opnanlegar hurðir sambærilegar og í íbúðinni. Vinnustofan er opin og björt þar sem birtan flæðir í gegnum allt rýmið með gluggum í suður, norður og austur. Fyrir framan vinnustofu eru bílastæði fyrir 3 bíla með upphituðu plani.

Íbúð:
Um er að ræða stóra bjarta íbúð í anda New York lofts. Þegar gengið er inn blasa við stór verk sem eru gerð á gagnsæjan flöt en þau skipta stofu og eldhúsi og fara þvert á víðan gang sem gengur í gegnum allt rýmið. Fremst í rýminu, fyrir framan verkin er stofa og út frá stofu eru eru stórar sérsmíðaðar glerhurðir sem opnast út í garð. Garðurinn er með malbikuðum fleti og steyptum vegg við götu ásamt steyptum blómakerum og vísar beint í suður.  Í jörðu eru hitalagnir þannig að gott aðgengi er í garðinn allan ársins hring. Fyrir innan stóru verkin er borðstofa sem tengd er eldhúsi og innar á ganginum eru veggir notaðir sem listaverkagallerí í bland við bókasafn. Þess má geta að gangurinn víkkar út við borðstofuna en er þrengri við svalir sem vísa í norður. Svalahurð og gluggar eru með útsýni yfir Öskjuhlíð og Vatnsmýrina. Innangengt er í öll herbergi sem eru stór og með jafn hárri lofthæð og meginrýmið eða allt að 4,5 m. Tvö baðherbergi eru á ganginum, gesta WC með sturtu framarlega í rýminu og stærra baðherbergi með þvottahúsinn innaf innar í gangi nær svefnherbergjum. Veggjaskipan er sérstaklega hönnuð til þess að ná fram sem mestri opnun innan alrýmisins. Þess má geta að stóru verkin sem voru hönnuð sérstaklega með þetta rými í huga er eftir listamanninn Bjarna Sigurbjörnsson en hann hefur gert sambærileg verk fyrir hótel í Las Vegas og Los Angeles.

Nánari lýsing:
Stofa er björt, gengið útá verönd sem snýr í suður.
Eldhús með ágætri innréttingu, gott vinnupláss og rými fyrir stórt borðstofuborð.
Sjónvarpsherbergi er ekki á teikningu, ágætt rými.
Baðherbergi er með góðar innréttingar og nuddbaðkari.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum skápum.
Svefnherbergi I er rúmgott herbergi án skápa.
Svefnherbergi II er rúmgott herbergi án skápa.
Gangur liggur eftir öllu rýminu með glugga í báðum endum og svalir til norðurs og afgirta verönd/pall til suðurs.
Þvottahús er með hillum.
Anddyri er rúmgott og er sameiginlegt með vinnustofu í austurhluta hæðarinnar, góður skápur.

Allar nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt lögg. fasteignasala í síma 777-2288 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.000,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu samkv. samningi

Senda fyrirspurn um eignina