535 – 1000
Espigerði , 108 Reykjavík
67.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
132 m2
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
3
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1974
Lyfta
Fasteignamat
55.950.000 Kr.
Brunabótamat
43.700.000 Kr.

**EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA**

Stakfell fasteignasala S. 535-1000 kynnir: Espigerði 2,   fjögurra herbergja á tveimur hæðum,  132,9 fm á sjöttu og sjöundu hæð, með glæsilegu útsýni.
Eignin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og alrými sem innifelur stofu og eldhús. Vel staðsett og falleg íbúð með mikla möguleika. 

Viðamiklar endurbætur á ytra byrði hússins hafa farið fram síðustu sumur og er þeim að ljúka á komandi haustdögum. Nýjir gluggar eru í öllu húsinu og hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa verið settar upp.  Seljandi hefur greitt kostnaðinn að fullu. 
Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 820-2399//  Marín Hergils, lögfræðingur og nemi til löggildingar, í síma 820-9092 eða [email protected]


Samkvæmt FMR er stærð íbúðar 126,8 og geymsla 6,1 fm, samtals 132,9

Nánari lýsing: 
Neðri hæð:
Forstofa: Rúmgóð með gestasalerni og litlu fata-/búr- herbergi og parket á gólfi.
Eldhús: Opið inn í borðstofu með fallegri innréttingu og parket á gólfi.
Borðstofa: Opin inn í eldhús og stofu með útgang á vestur-svalir parket á gólfi.
Stofan er mjög rúmgóð og björt með parketi á gólfi.

Efrihæð:
Stigahús:  Opið gengið í frá forstofu og komið upp í hol/gang á efri hæð.
Hol: Opið með skápum og tengir saman efrihæðina; parket.
Herbergi: Inn af holi eru tvö barnaherbergi, parket.
Gangur: Á gangi eru góðir nýlegir skápar. Þar inn af er baðherbergi, þvottahús og hjónaherbergi.
Baðherbergi: Með sturtu, var tekið í gegn fyrir ca. þremur árum, flísaklætt og rúmgott með fallegri innréttingu og handklæðaofni.
Svefnherbergi: Rúmgott með miklum skápum. Útgengt á austursvalir; parket. 
Þvottahús: Rúmgott

Sameign:
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Sameiginlegt leikherbergi fyrir börn á 1.hæð
Íbúð fyrir húsvörð er í húsinu. Hún er í útleigu og hefur húsfélag tekjur af henni.
Stigahús bjart og fallegt með lyftu og teppi á gólfi.
Sameiginlegt þurrk- og þvottarherbergi
Hjóla og vagnageymslur með sér útgang.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á. 


Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
6. Skipulagsgjald af endanlegu brunabótamati íbúðarinnar, 0,3%.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús.
 

Senda fyrirspurn um eignina