535 – 1000
Reykás , 110 Reykjavík
47.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
84 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1983
Lyfta
Nei
Fasteignamat
37.200.000 Kr.
Brunabótamat
27.750.000 Kr.

**** Seld með fyrirvara ****

STAKFELL fasteignasala kynnir:
Fallega þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sólstofu og útsýni við Reykás 33 í 110 Reykjavík.

Nánari upplýsingar gefur Erling Proppé S: 690-1300, [email protected] 

Samkvæmt FMR er eignin 84,0 fm, Íbúðin 79,2 fm og geymsla merkt 0107, 4,8 fm

Nánari lýsing:  Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, borðstofu, tveim svefnherbergjum, baðherbergi og sólstofu. Sér geymsla 4,8 fm er í sameign á jarðhæð ásamt hjólageymslu.
- Öll rými eru parketlögð fyrir utan flísalagt baðherbergi og sólstofu.
- Húsið að utan er nýlega búið að fara í gegnum mikið viðhald, sjá neðar í lýsingu. 

Anddyri: Komið er inn í gott anddyri með fatahengi.
Eldhús: Er opið inn í andyri og stofu, nýlega yfirfarið, falleg innrétting, flísar á milli skápa, eyja með keramik helluborði, gufugleypi, góðu skápaplássi og tengi fyrir uppþvottavél
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart með góðum fataskáp.
Svefnherbergi II: Bjart með góðum fataskáp.
Stofa / borðstofa: Opið inní eldhús, útfrá stofu er gengið útá góðar yfirbyggðar svalir með fallegu útsýni yfir Rauðavatn og Esjuna. 
Baðherbergi: Er flísalagt með glugga, vegghengdu salerni, sturtuklefa, góðri innréttingu og tengi fyrir þvottavél/þurrkara
Svalir: Mjög góðar yfirbyggðar svalir til austurs með inngangi sem hægt er að nota sem sérinngang, ofn, tenglar og ljós, eykur notagildi töluvert og útsýnið frábært. 
Hjólageymsla: Sameiginleg á jarðhæð.

Ath. Fordæmi eru fyrir því að smíða pall út frá svölum í öðrum blokkum í Reykásnum. 

Viðhald skv. Seljanda
2017 var unnin ítarleg skýrsla á ástandi húsins af fagaðila, 2018/2019 var svo farið í framkvæmdir: 
- Klæðning yfirfarin
- Múrviðgerðir
- Málað 
- Þak yfirfarið og þakkantur lagaður og málaður.
- Gluggar og gler yfirfarið, skipt um og lagfært þar sem þurfti. Í þessari íbúð var skipt um sólstofu og glugga í hjónaherbergi, annað talið í lagi, málað og yfirfarið. 
- Þakrennur hreinsaðar, yfirfarnar, lagaðar sem og niðurföll. 

Um er að ræða fallega 3ja herbergja íbúð í mikið yfirförnu húsi í Reykásnum. Fjölskylduvænt hverfi þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, leikskóla, skóla og margar útivistarperlur stutt frá. 

Allar nánari upplýsingar veitum við fúslega,
Erling Proppé, Aðstoðarmaður Fasteignasala S:690-1300, [email protected]
Þorlákur Ómar Einarsson, löggiltur fasteignasali.

Kostnaður kaupanda vegna kaupa: 

Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STAKFELL fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Senda fyrirspurn um eignina