535 – 1000
Seljabraut , 109 Reykjavík
45.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
127 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1977
Lyfta
Nei
Fasteignamat
40.150.000 Kr.
Brunabótamat
39.220.000 Kr.


Stakfell 535-1000 kynnir í einkasölu: Stór og vel skipulagða, snyrtilega 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð við Seljabraut 72 í fjölbýlishúsi á þessum vinsæla stað í Breiðholti.
Íbúðin er skráð samkvæmt FMR 127.9.7 fm þar af er 28.6 fm bílastæði í lokaðri bílgeymslu og er íbúð því 99.3 fm.
Stutt er í leikskóla, skóla, þjónustu og stofnleiðir.

Allar nánari upplýsingar um eign og bókun á skoðunartíma veitir Yan Ping Li, lögg.fasteignasali, í síma 866-6897 eða [email protected]
Vinsamlegast mætið með andlitsgrímu

Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottaherbergi innan íbúðar, sérgeymslu og stæði í lokaðri bílgeymslu.

Nánari lýsing á íbúð:
Forstofa/hol með innbyggðu fataskáp, parketi og flísar á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi, gluggar á tvo vegu, gengið út á suð-vestur svalir.
Eldhús með miklu skápaplássi, og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi I með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II með parket á gólfi.
Rúmgott baðherbergi með baðkari og sturtuaðstæðu, flísar á gólfum og veggjum, fallget innrétting í kringum vask með skápum.
Þvottaherbergi er innan íbúðar með góðum hillum.
Sérgeymsla á jarðhæð með hillum.
Sérmerkt bílastæði í lokaðri bílgeymslu við enda bílstæðis.
Sameiginleg hjóla/vagnageymsla á jarðhæð.
 
Húseign er mjög snyrtileg að utan sem innan.
Allar nánari upplýsingar veitir Yan Ping Li, Löggiltur fasteignasali, í síma 866-6897 eða [email protected]

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.500 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Senda fyrirspurn um eignina