535 – 1000
Hlaðbrekka , 200 Kópavogur
135.900.000 Kr.
Einbýli
6 herb.
225 m2
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1970
Lyfta
Nei
Fasteignamat
91.650.000 Kr.
Brunabótamat
82.230.000 Kr.


STAKFELL 535-1000 KYNNIR Í EINKASÖLU: Fallegt, tvílyft einbýlishús með bílskúr, teiknað af Kjartani Sveinsyni, við rólega götu á góðum stað í Kópavogi.  Um er að ræða afar notalegt fjölskylduheimili sem skiptist í stofu, hol, eldhús, þrjú svefnherbergi og eitt og hálft baðherbergi. Aukaíbúð með sér inngangi er á neðri hæð. Eignin er vel staðsett og stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir, veitingastaði, samgöngur og skóla. Afhending eigi síðar en maí 2022.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected]


Nánari lýsing: Húsið skiptist í efri hæð 154,3 fm, íbúð í kjallara 47,9 fm og bílskúr 22,8 fm. Samtala 225,0 fm.

Efri hæð:
Komið er inn í anddyri með gestasnyrtingu til hliðar, með hvítri innréttingu, innbyggðum klósettkassa og flísum í hólf og gólf. Úr anddyri er gengið inn í hol sem tengir rými hússins við svefnálmu, stofu og eldhús og er notað sem sjónvarpshol. Eldhús er með hvítum innréttingum, SMEG gaseldavél og svörtu graníti á borði. Inn af eldhúsi er flísalagt þvottahús ásamt geymslu og hitakompu. Stofa er björt, með stórum gluggum og arin. Svefnherbergisálma er með þremur svefnherbergjum, þar af tvö með góðu skápaplássi. Baðherbergi er með hvítri innréttingu, baðkari og flísum. Gólfefni á efri hæð eru parket nema á votrýmum og anddyri eru flísar. Óupphitað háaloft er yfir allri íbúðinni.
 
Neðri hæð: Sér inngangur er inn í 47,9 fm íbúð á neðri hæð. Íbúðin skiptist í anddyri, svefnherbergi, alrými með stofu og eldhúsi og þar inn af er baðherbergi. Íbúðin er öll lögð vínylparketi fyrir utan baðherbergi, sem er flísalagt.  Áhugasamir hafi samband fyrir myndir af aukaíbúð.
 
Nýlegir pottar, heitur og kaldur eru á palli fyrir framan hús. Bílskúr er 22,8 m2 og er með heitu og köldu vatni og epoxy á gólfi. Hiti er í innkeyrslu og fyrir framan inngang. Á lóð er lítill skúr fyrir útihúsgögn og garðáhöld.

Allar nánari upplýsingar veitir Matthildur Sunna Þorláksdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 690-4966 eða [email protected]

Kostnaður kaupanda vegna kaupa:  Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga  er  0,8%  og lögaðila  1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum,  oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.500 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina