Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2022
Lyfta
Nei
Fasteignamat
119.050.000 Kr.
Brunabótamat
0 Kr.
STAKFELL kynnir: Endaraðhús á þremur hæðum í byggingu við Lautarveg, neðst í Fossvogi.
Virkilega flott hús teiknað af Arkþing sem stendur á skjólsælum og fallegum stað.
Arkitekt hússins er Sigurður Hallgrímsson.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gígja í síma 662 1166 eða [email protected]
Húsið sem er rétt rúmlega fokhelt telur þrjár hæðir.
Skv. skráningu er um að ræða 314,7 fm sem skiptast í 100,8 fm 1.hæð, 86,6 fm 2.hæð, 93,5 fm jarðhæð og bílskúr sem er 33,8 fm, samtals 314,7 fm.
Skal tekið fram að húsið er skráð sem einbýli en í lengjunni eru 5 hús sem tengjast á bílskúrum við hið næsta.
Að utan er húsið tilbúið til einangrunar og klæðningar.
Að innan hafa veggir verið pússaðir og gerðir klárir undir pússningu, málun og uppslátt milliveggja.
Gólf er tilbúið undir gólfhitalögn.
Vandaðir þrefaldir Velfac gluggar hafa verið settir í, hurðir hafa verið keyptar en ekki settar í.
Samkvæmt núverandi teikningum er skipulag eftirfarandi:
1.hæð
forstofa, eldhús, borðstofa, stofa, gestasnyrting og bílskúr.
2.hæð
hjónaherbergi, fataherbergi, vinnuherbergi, baðherbergi, og þvottahús.
jarðhæð
Svefnherbergi, vinnuherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Gert er ráð fyrir stórri verönd með skjólveggjum fyrir aftan hús til s-vesturs og á efri hæð eru stórar svalir einni til s-vesturs.
Byggingarstjóri hússins er Þorsteinn Einarsson, byggingameistari.
Rafverktaki er ADH-Raf ehf.
Grunnlagnir ehf með pípulagnir.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími 535 1000 | www.stakfell.is
Senda fyrirspurn um eignina