535 – 1000
Furugerði 5 sér inngangur , 108 Reykjavík
76.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
134 m2
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Lyfta
Nei
Fasteignamat
72.100.000 Kr.
Brunabótamat
60.850.000 Kr.

Stakfell fasteignasala kynnir í einkasölu fallega íbúð í Furugerði 5 með sér inngangi. Íbúðin er 134 fm, 3ja herbergja íbúð á tveimur hæðum í þríbýlishúsi á frábærum og rólegum stað miðsvæðis í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu, gestasnyrtingu, baðherbergi, þvottahús/geymslu og tvö svefnherbergi.

Eignin getur verið laus fljótlega.

Nánari lýsing efri hæðar:
Komið er inn í anddyri með flísalögðu gólfi og fataskáp. Gengið er inn í fallegt alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu. Mikil lofthæð með stórum þakglugga sem gefur íbúðinni mikla birtu og mikinn sjarma. Eldhúsið er með fallegri eikarinnréttingu og góðri eyju. Gaseldavél, tveir ofnar en efri ofnin er einnig með örbylgjuofn. Flísar á gólfi eldhúsi en viðarparket í stofu og borðstofu. Gestasnyrting með eikarinnréttingu, upphengt salerni og handklæðaofn. Opnanlegur gluggi og flísalagt í hólf og gólf.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Tvö rúmgóð svefnherbergi með rúmgóðum fataskápum og parketi á gólfi. Baðherbergið er með fallegri eikarinnréttingu, upphengt salerni, baðkar og sturta. Flísalagt í hólf og gólf. Þvottahús/geymsla með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sérsmíðaðar  geymsluhillur undir þrepunum í stiganum.

*Eigninni hefur verið breytt frá upphaflegri teikningu en húsið var byggt  sem skrifstofuhúsnæði árið 1983 og breytt í íbúðir árið 2004. Skipt var um glugga, lagnir og rafmagn sama ár. Að sögn seljanda var húsið málað að utan sumarið 2022.
Pallur er við inngang eignarinnar, skráður sem sameign en er eingöngu nýttur af eigendum. Sjö bílastæði eru á lóðinni í sameign með þremur íbúðareiningum.
Stutt er í skóla, leikskóla og alla almenna  þjónustu. 

Nánari upplýsingar veitir Sunna Sigurjónsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali, í síma 845-0517, tölvupóstur [email protected]

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
 
Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.

Senda fyrirspurn um eignina